Hugmyndafræði

   Hver sá sem býr við fötlun að einhverju tagi, lifir eftir hugmyndafræði um sjálfstætt líf og vill nýta sér hugmyndafræði um Notendastýrða persónulega aðstoð getur leitað til Starfsmannamiðlunar.

Um hvað snýst hugmyndafræði um sjálfstætt líf ( indipendant living)?

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf segir í raun að fatlað fólk eru mestu sérfræðingarnir í því hvað þau sjálf þarfnast. Með sjálfstæðu lífi er átt við að einstaklingurinn geti ráðið yfir sjálfum sér og nánasta umhverfi sjálfur. Með hugmyndafræðinni er fatlað fólk ekki að segja að það geti gert allt sjálft eða þurfi enga aðstoð, það er að sýna fram á rétt sinn á að eiga sömu valkosti og allir aðrir í samfélaginu.

Með þjónustu okkar ætlum við að koma á mót við þarfir þeirra.

Þjónusta okkar sem hefur Notendastýrða persónulega aðstoð til hliðsjónar snýst um það að fatlað fólk ráði það aðstoðarfólk sem það kýs sjálft. Einstaklingurinn semur sjálfur starfslýsingu sem aðstoðarfólk hans vinnur svo eftir, þannig samræmist starfslýsingin lífsstíl og kröfum viðkomandi. Markmiðið er að hver og einn geti lifað sínu lífi, haft sömu möguleika og ófatlað fólk og hámarks stjórn á hvernig aðstoðin er skipulögð og framkvæmd í kringum sig.