Þjónusta í boði

   Starfsmannamiðlun býður fólki sem fær beingreiðslur frá sveitafélagi aðstoð við að stjórna sinni þjónustu sjálft. Þetta er stefna sem lengi hefur verið í öðrum norðurlöndum og er talin vera framtíðarstefna í heilbrigðiskerfinu á norðurlöndum.

Starfsmannamiðlun byggir upp sína þjónustu á þann hátt að hver og einn einstaklingur í samfélaginu eigi kost á sömu tækifærum. Við leggjum viðskiptavinum lið við að grípa hvert það tækifæri sem þeir hafa áhuga á að nýta sér. Við gerum það með því að setja upp markmið með hverjum og einum að sá hinn sami geti nýtt sjálfstæði sitt, við vinnum að þessu markmiði með jákvæðni og virðingu að leiðarljósi. Til að veita þessa þjónustu höfum við hugmyndafræði um Notendastýrða persónulega aðstoð til hliðsjónar og vinnum eins nálægt henni og kostur er.

Fólk sem fær beingreiðslur frá sveitafélagi til að ráða sinni þjónustu sjálft getur leitað til okkar til að fá aðstoð við að byggja þjónustuna upp og fylgja henni eftir. Hver sá sem vill fá aðstoð við að byggja upp sína þjónustu getur leitað til okkar. Starfsmannamiðlun leggur fram hjálparhönd við að reikna út hvernig einstaklingur getur nýtt sér beingreiðslur frá sveitafélögum á sem hagstæðastan hátt.

Til að gefa einhverja innsýn inn í þá þjónustu sem að Starfsmannamiðlun veitir eru hér þrjú þrep sem að þjónustunni er skipt niður í.

Jón er búinn að fá beingreiðslusamning frá sveitafélagi og leitar til Starfsmannamiðlunar. Hann vill fá hjálp við að leita eftir starfsmönnum og hjálp við að sjá um öll sín starfsmannamál.

Þrep 1: Jón fær okkur til að sjá um fjármála hliðina á sinni starfsemi, bókhald og launamál. Jón getur þá beðið okkur um að taka að okkur öll sín fjármál ef að hann lítur svo á að hann þurfi þess konar aðstoð. Hér sér starfsmannamiðlun um að borga laun starfsmanna. Í hverjum mánuði sendir starfsmannamiðlun svo reikning til Jóns fyrir þjónustunni.

Þrep 2: Jón vill sjálfur vera partur af því að borga starfsmönnum sínum laun. Við tökum að okkur að sjá um bókhaldið og reikna út öll launamál, síðan komum við til Jóns í hverjum mánuði og aðstoðum hann við að borga út launin. Þetta þrep hentar þeim einstaklingum sem vilja vera viðstaddir þegar starfsmönnum þeirra eru borguð laun sem og þeim sem að vilja sjálfir sjá um að borga launin en vilja fá létta aðstoð á meðan.

Þrep 3: Jón vill sjálfur sjá um að borga sínum starfsmönnum laun en biður okkur um að sjá um bókhald og reikna út öll launamál. Þessu komum við til Jóns og minnum hann á að borga launin ef hann telur þörf á því.

Þetta eru aðeins tillögur en hver og einn þjónustusamningur er sérstakur og misjafnt er hvað einstaklingar leitar eftir. Starfsmannamiðlun hreykir sér af því og leggur metnað sinn í að veita þá þjónustu sem að hver og einn óskar eftir.

Þegar einstaklingur leitar eftir aðstoð hjá Starfsmannamiðlun er haldinn fundur þar sem farið er yfir málin, Starfsmannamiðlun gefur sér svo þrjá sólarhringa til að skoða beiðnina nánar og kemur svo með tilboð til einstaklingsins. Ef að einstaklingur ákveður að taka tilboðinu er svo hist í annað sinn og gerð áætlun fyrir komandi þjónustusamning.

Fyrsti kynningarfundur er alltaf frír.